Áfangar og námsáætlanir

UPP203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
UPP203 Uppeldisfræði

Kennsla

Markmið

Að nemandi
• þekki gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag
• þekki mismunandi viðhorf til mannlegs eðlis og verði meðvitaður um hvernig þau leiða til ólíkra hugmynda um gildi uppeldisaðferða
• geri sér grein fyrir eigin hugmyndum um uppeldi fái aukna þekkingu og skilning á að tengsl eru milli viðhorfa og gildandi uppeldisaðferða og að þeir kynnist rannsóknun á þessu fræðasviði.
• viti helstu atriði í lagalegum réttindum barna og viti hvaða stofnanir gæta réttar barna til 18 ára aldurs.
• Læri um viðbrögð og úrvinnslu við áföllum og vanda sem börn og unglingar geta lent í, s.s. skilnaður foreldra, einelti, ofbeldi og sorg vegna missis.
• auki þekkingu sína og skilning á hvaða þættir stuðla að góðum samskiptum við börn og unglinga og þeir efli með sér færni við að aðstoða og leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi.
• viti hvert hægt er að leita ef grunur er uppi um vanrækslu eða ofbeldi gegn barni og hver tilkynningaskylda er samkvæmt lögum

Námsfyrirkomulag

Fjallað verður um mismunandi hugmyndafræði sem uppeldi byggist á ásamt hlutverki og markmiði ýmissa uppeldis- og menntastofnanna á Íslandi. Umfjöllun um lagaleg réttindi barna. Skoðaðar verða valdar rannsóknir um uppeldisaðferðir og áhrif þeirra á einstaklinginn og mótun hans. Sérstaka umfjöllun fá eftirfarandi áhrifaþættir í lífi barna: kynhlutverk, viðbrögð við áföllum, s.s. sorg, skilnaði, einelti og ofbeldi.

Nemendur vinna ýmis verkefni með það að markmiði að tengja saman fag og fræði til að skilja og skilgreina mismunandi hugmyndir um uppeldi barna og unglinga í nútíma samfélagi.

Kennsla fer fram í formi fyrirlestra kennara, hópverkefna í kennslustundum og utan þeirra, einstaklingsverkefnum og nemendafyrirlestrum.

Námsáætlun