Áfangar og námsáætlanir

SAS103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
SAS103 Samskipti og samstarf

Kennsla

Markmið

Nemandi
- þekki ólík samskiptaform
- þekki til hlutverka í samskiptum
- skilji áhrif líkamstjáningar í samskiptum, sérstaklega á börn
- þekki til samskiptaforma á starfsmannafundum
- þekki mun á jákvæðum og neikvæðum samskiptum
- kunni skil á virkri hlustun
- þekki leiðir til að verjast ágengni og sýna sjálfstyrk
- hafi kynnt sér erfið samskipti og þekki leiðir til til úrlausna
- þekki grunnatriði atferlismótunar og agastjórnunar
- skilji gildi reglna í skólastarfi
- kynnist aðferðum til að fyrirbyggja og taka á einelti
- hafi kynnt sér hvernig menning skólans getur haft mótandi áhrif á hegðun og samskipti einstaklinga.

Námsfyrirkomulag

Umfjöllun í áfanganum skiptist í meginatriðum í þrennt: samskipti við börn, samskipti barna innbyrðis og samskipti fullorðins fólks. Kenndar eru leiðir til árangursríkra samskipta, kennt um hin mörgu og mismunandi form þeirra og þætti sem hafa mótandi áhrif á framkomu fólks. Farið er yfir leiðir til að ná árangri í samskiptum, mun á jákvæðum og neikvæðum samskiptum og lögð áhersla á að nemendur verði meðvitaðir um þau áhrif sem líkamstjáning og raddbeiting hafa á fólk og þá sérstaklega börn. Farið verður yfir þætti í samskiptum barna innbyrðis og sérstaklega litið á samskiptavanda svo sem einelti og ofbeldi. Fjallað er um árangursríka agastjórnun og lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að leiðbeina börnum um friðsamlega lausn ágreiningsefna.

Námsmat

- Dagbók, Portfolio
- Skrifleg verkefni
- Ritgerð
- Fyrirlestur
- Virkni og þátttaka í tímum

Námsáætlun