Áfangar og námsáætlanir

HÚS103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
HÚS103 Hússtjórn og matreiðsla

Markmið

Að nemandi
• kunni að matreiða undirstöðurétti í öllum fæðuflokkum
• þekki til notkunar og umhirðu þeirra tækja sem notuð eru í eldhúsum, ásamt frágangi þeirra
• kunni að matreiða hollan mat
• öðlist færni í að hluta og nýta það hráefni sem matreitt er
• viti um uppruna, meðferð og geymslu hráefnis
• geti undirbúið og skipulagt starfið í eldhúsinu
• öðlist undirstöðuþekkingu á mismunandi sérfæði og útreikningi á næringargildi matseðla
• þekki reglur um vörumerkingar matvæla og geti lesið innihaldslýsingar þeirra
• geti ræst og haft umsjón með þrifum í heimahúsum
• tileinki sér hagsýni og skipulag við innkaup til heimilis

Námsfyrirkomulag

Nemendum er leiðbeint um umgengni í eldhúsum, notkun og frágang tækja og áhalda, kennt að ganga frá að loknu starfi. Fjallað er um algengustu hráefni sem notuð eru til matreiðslu. Nemendum eru kynntar allar þekktar matreiðsluaðferðir og þjálfaðir í notkun þeirra. Fjallað er um næringarefnin, hlutverk þeirra, skorts-einkenni og ráðlagða dagskammta. Í áfanganum er einnig farið í þrif íbúðar, ræstingar og umgengni. Í áfanganum er nemendum einnig kennt skipulag og hagsýni við innkaup.

Námsáætlun