Áfangar og námsáætlanir

NÆR103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
NÆR103 Næringarfræði

 

Markmið

Í áfanganum er fjallað um íslensku ráðleggingarnar frá Lýðheislustöð og hvernig hægt er að haga mataræði í samræmi við þau. Fjallað er um orkuefnin, steinefni, snefilefni og vítamín. Farið er yfir alla matvælaflokkana með tilliti til næringargildis og uppbyggingar hollra máltíða. Nemendur reikna út næringargildi eigin mataræðis, æfa sig í að byggja upp hollar máltíðir og reikna út næringargildi þeirra. Næringarforrit eru notuð til útreikninga. Kynnt eru lög og reglugerðir um aukefni og vörumerkingar matvæla og nemendur þjálfaðir í að lesa innihaldslýsingar þeirra.
Fjallað er um næringarþarfir fólks á ýmsum aldursskeiðum. Mataræði sjúklinga á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og í heimahúsum er tekið fyrir. Fjallað er um allar helstu gerðir af sérfæði og forsendur fyrir því.

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að
• þekkja helstu næringarefni og vita í hvaða fæðutegundum þau er að finna
• þekkja manneldismarkmið fyrir Íslendinga
• geta valið fæðu í samræmi við manneldismarkmið
• geta reiknað út næringargildi máltíða og dagsfæðis
• þekkja lög og reglugerðir um aukefni og vörumerkingar matvæla og geta lesið innihaldslýsingar þeirra
• þekkja næringarþarfir sérstakra hópa, svo sem ungbarna, barnshafandi og mjólkandi kvenna, aldraðra og sjúkra
• geta samið dagsmatseðil og reiknað næringargildi hans með hjálp næringarforrits eða næringarefnatöflu
• þekkja líffæra- og lífeðlisfræðilegar forsendur fyrir algengasta sérfæði
• geta sett saman sérfæði sem er næringarfræðilega fullnægjandi en jafnframt bragðgott og lystaukandi
• geta samið dagsmatseðla fyrir sjúklinga sem þurfa á sérfæði að halda og þekkja helstu gerðir sérfæðis


Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar, aukefni, næringarefnatöflur, prótein, fita, kolvetni, orka, vítamín, a-vítamín, b- vítamín, c- vítamín, d- vítamín e- vítamín k- vítamín, steinefni, kalk, fosfór, lög, reglugerðir, vörumerkingar, járn, snefilsteinefni, maukfæði, fljótandi fæði, fitusnautt fæði, sykurskert fæði, megrunarfæði, kólesteróllækkandi fæði, saltskert fæði, próteinskert og próteinríkt fæði, grænmetisfæði, laktósasnautt fæði og ýmsar gerðir af ofnæmis- og óþolsfæði.

 

Námsáætlun