Áfangar og námsáætlanir

UPP103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
UPP103 Uppeldisfræði

Almenn uppeldis- og menntunarfræði

Markmið

Stefnt skal að því að nemendur
• viti hvað felst í hugtakinu uppeldi og hvert sé gildi uppeldis fyrir einstaklinginn og samfélagið
• geti í stórum dráttum gert grein fyrir þróun formlegs uppeldis (leikskóla og skóla) í Evrópu síðustu aldir
• fari í heimsókn í að minnsta kosti einn leikskóla og kynni sér helstu markmið leikskóla eins og þau eru sett fram í opinberum gögnum
• öðlist innsýn í kenningar um þróun sjálfsmyndar og geri sér grein fyrir kenningum um hvernig hugsun breytist með aldri og þekki kenningar um vitsmuna- og siðgæðisþroska barna
• þekki til helstu leiða til uppbyggjandi samskipta foreldra og barna
• geti greint frá helstu stoðum barnamenningar samtímans
• geti lýst þróun barnateikninga og skoðað teikningar barna með tilliti til þess hvar þau eru stödd í þeirri þróun
• geti fjallað um gildi leikja fyrir alhliða þroska barna og kynni sér nokkrar kenningar um leik
• taki ábyrgð á eigin námi og geti unnið í samvinnu við aðra

Námsfyrirkomulag

Í þessum fyrsta áfanga í uppeldisfræði er lögð áhersla á kynningu á fræðigreininni uppeldis- og menntunarfræði. Fjallað er um rætur fræðigreinarinnar, sögu og hagnýtingu. Hugtakið uppeldi er tekið til umræðu og gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag. Mismunandi viðhorf til mannlegs eðlis eru skoðuð í ljósi mismunandi viðhorfa til uppeldis og menntunar. Lauslega er farið í þróun uppeldis og menntunar í Evrópu síðustu aldir. Nemendur kynnast hugmyndafræði og uppeldisaðferðum nokkurra þekktra uppeldisfræðinga sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf í Evrópu. Þeirra á meðal eru Rousseau, Pestalozzi, Fröbel, Montessori og Dewey. Þá kynna nemendur sér þroskaferil barna/unglinga út frá ýmsum kenningum s.s. kenningum Freuds, Meads, Eriksons, Maslows, Piagets og Kohlbergs. Eftirfarandi uppeldissvið eru aðallega til umfjöllunar í þessum fyrsta áfanga: samskipti foreldra og barna, leikir og listsköpun barna. Námsmat byggir á lokaprófi, verkefnavinnu úr námsefni og leikskólaheimsókn. Stærsti hluti námsmatsins er verkefna- og annareinkunn nemandans.

Námsáætlun