Áfangar og námsáætlanir

STÆ603

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ603 Stærðfræði

Yfirlitsáfangi

Markmið

Að nemendur
• hafi góða þekkingu á tvinntölum.
• hafi góða innsýn í lausnir á deildajöfnum.
• geti leyst verkefni sem byggjast á fyrri áföngum.
• hafi tamið sér að takast af öryggi á við stærðfræðileg verkefni.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum eru ýmis atriði eldra námsefnis tekin til athugunar við lausnir á verkefnum. Auk þess er bætt við ýmsu nýju efni og má þar nefna tvinntölur, fleiri gerðir deildajafna og frekari hagnýtingu heildareiknings. Áhersla er lögð á skýra framsetningu texta.
Helstu efnisatriði eru: Sögulegt upphaf tvinntalna og tengsl þeirra við lausnir þriðja stigs jafna. Skilgreining tvinntalna, reiknireglur sem gilda í mengi þeirra og samsvörun tvinntalna við vigra. Lausnir annars stigs jafna og margliðujafna af hærra stigi. Veldi af e og einföld tvinngild föll. Deildajöfnur. Hagnýting heildareiknings. Kennsla er með hefðbundnum hætti: Kennari leggur námsefni inn og reiknar á töflu þau dæmi sem dæmigerð geta talist. Áhersla er lögð á að gefa nemendum tækifæri til að reikna í tímum þannig að færi gefist til spurninga. Námsmat byggist á vinnu nemenda yfir önnina, bæði heimaverkefnum og hlutaprófum. Lagt er mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna. Tekið er tillit til þess hvort nemendur hafa tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð. Einnig er byggt á skriflegu lokaprófi.

Námsmat

Námsáætlun