Áfangar og námsáætlanir

STÆ523

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ523 Stærðfræði

Rúmfræði

Markmið

Að nemendur
• hafi dýpkað skilning sinn á sígildri rúmfræði og tamið sér stærðfræðilegvinnubrögð.
• þekki helstu hugtök rúmfræði í þremur víddum.
• kunni góð skil á á vigurreikningi í þrívíðu rúmi.
• þekki keilusnið og jöfnur þeirra.

Námsfyrirkomulag

Kenndar eru ýmsar aðferðir við lausnir á verkefnum og hagnýtingu þeirra í ýmsum fræðigreinum. Meginefni áfangans er þrívíð rúmfræði, með og án hnitakerfis, og keilusnið. Efni áfangans er undirstaða efnafræði og verkfræði. Kennsla er með hefðbundnum hætti. Kennari leggur námsefni inn og reiknar á töflu þau dæmi sem dæmigerð geta talist. Áhersla er lögð á að gefa nemendum tækifæri til að reikna í tímum þannig að færi gefist til spurninga. Námsmat byggist á vinnu nemenda yfir önnina, bæði heimaverkefnum og hlutaprófum. Lagt er mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna. Tekið er tillit til þess hvort nemendur hafa tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð. Einnig er byggt á skriflegu lokaprófi.

Námsáætlun