Áfangar og námsáætlanir

STÆ503

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ503 Stærðfræði

Heildun, runur og raðir

Markmið

Að nemendur
• kunni skil á heildareikningi.
• kunni ýmsar aðferðir til að leysa heildi.
• kunni helstu reglur um ákveðið heildi og geti hagnýtt þær.
• hafi nokkra hugmynd um deildajöfnur af fyrsta stigi.
• þekki endanlegar og óendanlegar runur og raðir.
• hafi tamið sér stærðfræðileg vinnubrögð.

Námsfyrirkomulag

Efni áfangans er heildun, runur, raðir, þrepun og deildajöfnur. Kenndar eru ýmsar aðferðir við lausnir á verkefnum og hagnýtingu þeirra í ýmsum fræðigreinum. Helstu efnisatriði eru: Stofnföll, óákveðið heildi og heildisprófið. Aðferðir við að reikna út heildi. Undirstöðusetning deilda- og heildareiknings og sönnun hennar. Yfir-, undir- og millisummur og ákveðið heildi. Hagnýting heildareiknings. Deildajöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir. Kennsla er með hefðbundnum hætti. Kennari leggur námsefni inn og reiknar á töflu þau dæmi sem dæmigerð geta talist. Áhersla er lögð á að gefa nemendum tækifæri til að reikna í tímum þannig að færi gefist til spurninga. Námsmat byggist á vinnu nemenda yfir önnina, bæði heimaverkefnum og hlutaprófum. Lagt er mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna. Tekið er tillit til þess hvort nemendur hafa tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð. Einnig er byggt á skriflegu lokaprófi.

Námsmat

Námsáætlun