Áfangar og námsáætlanir

STÆ413

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ413 Stærðfræði

Tölfræði og líkindareikningur II

Markmið

Að nemendur
• geti nýtt einfalda líkindadreifingu sem líkan við útreikning líkinda.
• þekki grunnatriði úrtaksfræða, kynnist meginmarkgildissetningu tölfræðinnar.
• kunni að fara með hugtökin öryggisbil, öryggismörk, skekkjumörk, öryggisstig.
• geti sett fram tilgátu og gert á henni viðeigandi tölfræðilegt próf.
• geti reiknað fylgni milli tveggja breytna.
• geti túlkað fylgnistuðla.
• geti nýtt sér tölfræðileg forrit við gagnavinnslu, prófanir og ályktanir.

Námsfyrirkomulag

Fjallað er um normlega dreifingu og aðrar líkindadreifingar, úrtök og tölfræðilegar ályktanir, fylgni og aðhvarfsdreifing. Áhersla er lögð á að nemendur leysi sjálfir verkefnin með aðstoð reiknitækja undir handleiðslu kennara. Helstu efnisatriði eru: Útreikningar í tengslum við normlega dreifingu, t-dreifing. Meginmarkgildissetning tölfræðinnar. Úrtaksdreifing, öryggisbil, tilgátuprófanir og helstu fyrirvarar á tölfræðilegum ályktunum. Fylgniútreikningar og aðhvarfsdreifing. Námsmat byggist á vinnu nemenda yfir önnina, skilaverkefnum, hlutaprófum og stóru verkefni sem nemendur vinna yfir önnina. Lagt er mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna. Tekið verður tillit til þess hvort nemendur hafi tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð.

Námsáætlun