Áfangar og námsáætlanir

STÆ403

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ403 Stærðfræði

Rúmfræði og heildun

Markmið

Að nemendur
• hafi góðan skilning á raunföllum.
• þekki til vísis- og lografalla.
• geri sér grein fyrir markgildum falla.
• kannist við samfelldnihugtakið.
• kunni skil á deildareikningi.
• kunni helstu reiknireglur um deildun.
• geti notað deildareikning til að kanna föll.
• geti beitt reglunum við lausn ýmissa verkefna úr daglega lífinu og í öðrum greinum.

Námsfyrirkomulag

Efni áfangans er um vísis- og lograföll, markgildi og deildun algengra falla. Fjallað er um deildun og markgildi í sögulegu samhengi og hagnýt verkefni sem leysa má með deildareikningi. Áhersla er lögð á að nemendur fái góða innsýn í deildareikning og geti rökstutt þar helstu reglur. Helstu efnisatriði eru: Samskeyting falla. Eintækt, átækt og gagntækt fall. Andhverft fall. Vísisföll, lografall og vísisvöxtur. Markgildi og samfelld föll. Deildun falla og könnun þeirra. Kennsla verður með hefðbundnum hætti. Kennari leggur námsefni inn og reiknar á töflu þau dæmi sem dæmigerð geta talist. Áhersla verður lögð á að gefa nemendum tækifæri til að reikna í tímum þannig að færi gefist til spurninga. Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, bæði heimaverkefnum og hlutaprófum. Lagt verður mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna. Tekið verður tillit til þess hvort nemendur hafa tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð.
Einnig er byggt á skriflegu lokaprófi.

Námsáætlun