Áfangar og námsáætlanir

STÆ303

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ303 Stærðfræði

Hornaföll, vigrar og talningarfræði

Markmið

  • Að nemendur
  • kunni undirstöðuatriði yrðingarökfræði.
  • kunni skil á einföldum aðferðum úr talningarfræði.
  • þekki jöfnur hrings og sporbaugs.
  • öðlist góða þjálfun í hornafræði þríhyrninga.
  • kunni skil á lotubundnum föllum.
  • kunni skil á vigurreikningi í sléttum fleti.
  • geti rakið sannanir á helstu reglum úr námsefninu.
  • geti einnig beitt reglunum við lausn ýmissa viðfangsefna úr daglega lífinu, í eðlisfræði og öðrum greinum.

Námsfyrirkomulag

Efni áfangans er vigrar og hornaföll, tengsl algebru og rúmfræði í hnitakerfi og kynning á talningarfræði. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist flatarmyndafræði í hnitakerfi og læri að sanna helstu reglur um það og beita þeim í verkefnum.
Helstu efnisatriði eru: Talningarfræði, mengi, yrðingarökfræði, hornafræði þríhyrninga, stefnuhorn línu, hornajöfnur, hornaföll, bogamál, vigrar í sléttu, pólhnit, keilusnið.
Kennsla er með hefðbundnum hætti: kennari leggur námsefni inn og reiknar á töflu þau dæmi sem dæmigerð geta talist. Áhersla er lögð á að gefa nemendum tækifæri til að reikna í tímum þannig að færi gefist til spurninga. Námsmat byggist á vinnu nemenda yfir önnina, bæði heimaverkefnum og hlutaprófum. Lagt verður mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna. Tekið verður tillit til þess hvort nemendur hafa tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð. Einnig er skriflegt lokapróf.

Námsáætlun