Áfangar og námsáætlanir

STÆ203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ203 Stærðfræði

Algebra og föll

Markmið

Að nemendur
• hafi góðan skilning á talnakerfinu
• hafi fullt vald á bókstafareikningi
• þekki fallhugtakið og aðgerðir á föllum
• þekki vel annars stigs margliðu og annars stigs jöfnu
• kunni að reikna með margliðum og ræðum föllum

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum verður lagður grundvöllur að skilningi á rauntalnakerfinu og fallhugtakinu ásamt góðri færni í algebru. Fjallað er um ýmsar gerðir jafna og ójafna, algebru og tugabrot. Kennsla verður með hefðbundnum hætti: kennari leggur námsefni inn og reiknar á töflu þau dæmi sem dæmigerð geta talist. Áherla verður lögð á að gefa nemendum tækifæri til að reikna í tímum þannig að færi gefist á spurningum. Námsmat byggist á verkefnum nemenda, bæði heimadæmum og kaflaprófum. Lagt er mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna.

Námsáætlun