Áfangar og námsáætlanir

STÆ202

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ202 Stærðfræði

Algebra og föll

Markmið

Að nemendur
• hafi góðan skilning á talnakerfinu
• geti unnið með fallhugtakið og aðgerðir með föllum
• þekki vel annars stigs margliðu og annars stigs jöfnu
• kunni að reikna með margliðum og ræðum föllum
• þekki undirstöðuatriði mengjafræðinnar

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lögð áhersla á skilning á rauntalnakerfinu og á dýpkun skilnings á fallhugtakinu. Mengi eru kynnt. Enn fremur er fjallað um ójöfnur, tölugildi og margliður.
Rauntölur og talnalínan, tölugildi, bil á talnalínu og ójöfnur. Veldi og rætur. Mengi.Eiginleikar falla. Annars stigs margliður.Fleygbogar. Aðrar margliður. Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, bæði heimaverkefnum og hlutaprófum. Lagt verður mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna. Tekið verður tillit til þess hvort nemendur hafa tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð.

Námsáætlun