Áfangar og námsáætlanir

STÆ193A

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ193A Stærðfræði

Framhaldsskólabraut

Markmið

Að nemendur:
• hafi tileinkað sér undirstöðuatriði í talnameðferð
• geti beitt fjölbreittum vinnubrögðum við lausn stærðfræðilegra verkefna
• geti sett upp og leyst verkefni sem fela í sér jöfnur og formúlur
• kunni undirstöðuatriði algebru
• þekki undirstöðuhugtök hnitarúmfræði í sléttum fleti

Námsfyrirkomulag

Stærðfræðiáfangi ætlaður nemendum sem ekki hafa öðlast nægilega undirstöðu til að takast á við einingabæra stærðfræði-áfanga framhaldsskólans. Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, lausnum verkefna og verkefnaskilum. Megin viðfangsefni er talnameðferð með hagnýtum dæmum, hlutföll, jöfnur, prósentur, vextir,veldareikningur, algebra og hnitakerfi. Kenndur er almennur talnareikningur, röð aðgerða, svigar, tugabrot, almenn brot, hlutföll, jöfnur, prósentureikningur, vaxtareikningur, veldareikningur, algebra, hnitakerfi, jafnabeinnar línu, jöfnuhneppi. Innlögn kennara á töflu þar sem reiknuð eru dæmi til útskýringar. Nemendur reikna úr dæmahefti undir handleiðslu kennara. Nákvæm kennsluáætlun sem nemendum ber að fylgja. Stundum vinna nemendur saman að lausn verkefna í hópum, einnig fer fram einstaklingsmiðuð innlögn.

Námsáætlun