Áfangar og námsáætlanir

STÆ122

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ122 Stærðfræði

Rúmfræði

Markmið

Að nemendur
• þekki nokkur undirstöðuhugtök evklíðskrar rúmfræði
• þekki helstu reglur um einslögun, hlutföll og hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi
• öðlist færni í röksemdafærslu.

Námsfyrirkomulag

Meginviðfangsefnin eru á sviði rúmfræði. Fjallað er um nokkur hugtök evklíðskrar rúmfræði . Áhersla er lögð á hlutfallshugtakið í tengslum við rúmfræði.
Frumsendur og óskilgreind hugtök. Frumhugtök rúmfræðinnar. Lína og horn í þríhyrningi og hornasumma þríhyrnings. Einshyrndir þríhyrningar og einslaga fletir. Pýþagórasarreglan. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi. Flatarmál og rúmmál. Umritaðar og innritaður hringur þríhyrnings. Kennsla verður með hefðbundnum hætti: kennari leggur námsefni inn og reiknar á töflu þau dæmi sem dæmigerð geta talist. Áherla verður lögð á að gefa nemendum tækifæri til að reikna í tímum þannig að færi gefist á spurningum. Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, bæði heimaverkefnum og hlutaprófum. Lagt er mat á vinnusemi, ástundun og frágang skilaverkefna. Tekið er tillit til þess hvort nemendur hafa tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð.

Námsáætlun