Áfangar og námsáætlanir

SÁL303

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
SÁL303 Afbrigðasálfræði

Kennsla

Undanfari

SÁL 203/213

Markmið

Að nemandi
• þekki og sé meðvitaður um einkenni streitu
• þekki leiðir til að vinna gegn streitu, hafi til dæmis þjálfast í að nota slökunaraðferðir
• þekki skaðleg áhrif streitu og hvað hefur áhrif á streituþol fólks
• viti að til eru viðurkennd flokkunarkerfi fyrir geðræn vandamál og geti greint einföld dæmigerð tilfelli samkvæmt þeim
• geti gert grein fyrir einkennum, algengi, mögulegum orsökum og áhættuþáttum helstu geðrænna kvilla: kvíðaraskana (fælni, áráttu/þráhyggju o.fl.), lyndisraskana (einhverflyndi – þunglyndi og tvíhverflyndi – geðhæð/geðlægð), geðrofaraskana o.fl.
• þekki helstu meðferðarform, hugmyndafræði þeirra og aðferðir; þekki niðurstöður rannsókna á árangri þeirra og viti um erfiðleika við að bera þær saman
• öðlist nokkra innsýn í það hvernig viðhorf til og meðferð geðsjúkdóma hefur breyst í gegnum tíðina
• kynni sér aðbúnað geðfatlaðra og möguleika til mannsæmandi lífs
• þjálfist í gerð rannsóknarritgerðar og dýpki í leiðinni þekkingu sína á einhverjum námsþætti
• geti fjallað um muninn á geðheilbrigði og frávikum og þekki leiðir til að viðhalda eða bæta eigin geðheilsu og annarra, viti m.a. hvenær þörf er á að leita hjálpar og hvar er hægt að leita hennar
• þekki lagalegar og siðfræðilegar reglur sem gilda um meðferð persónuupplýsinga
• temji sér að sýna geðfötluðum virðingu og skilning

Námsfyrirkomulag

Ítarlega er fjallað um streitu, einkenni hennar, áhrif á heilsu og streituþol. Nemendur meta eigin streitu og skoða leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Hugtakið geðheilbrigði er skoðað svo og forvarnir í geðheilbrigðismálum. Nemendur fræðast um algengustu flokka geðrænna vandamála, orsakir þeirra, tíðni, einkenni og meðferð. Þannig öðlast nemendur innsæi og skilning á aðstæðum og aðbúnaði geðfatlaðra. Nemendur kynna sér einnig hvar hægt er að fá aðstoð eigi þeir við geðræn vandamál að stríða. Viðhorf nemenda rædd með það fyrir augum að ýta undir virðingu, skilning og umburðarlyndi í garð geðfatlaðra. Nemendur gera ritgerð um geðsjúkdóm að eigin vali eða annað sem tengist efni áfangans. Mikil áhersla lögð á góða og fjölbreytta notkun heimilda og að leita heimilda sem varpa ólíku, jafnvel andstæðu ljósi á efnið. Í ritgerðinni skal setja fram spurningu og leitast við að svara henni með rannsókn fjölbreyttra heimilda.
Farið er í kenningar um eiginleika, persónuleikann, sálarlífið og umhverfið, einstakling/samfélag, sálfræðileg próf, streitu og heftingu, afbrigðasálfræði, meðferðarform, stress, fælni, skammdegisþunglyndi, geðklofa, persónuleikagalla, margfaldaan persónuleika, kvíða, greiningu. Geðheilbrigði: forvarnir, sjálfshjálp, flokkunarkerfi geðrænna vandamála (DSM 4): lyndisraskanir, meðferð geðrænna vandamála: sálkönnun, atferlismeðferð, hugræn meðferð, mannúðarsálfræði, lyf, lyfleysuáhrif, viðhorf til geðfatlaðra.
Kennslan byggir að hluta til á fyrirlestrum en gerð er krafa um virka þátttöku nemenda, meðal annars í umræðum og hópverkefnum. Ætlast er til að nemendur kunni skil á grundvallaratriðum í uppbyggingu sálfræðilegra prófa, öðlist leikni í að meta sálrænan afbrigðileika og geti bent á hugsanlegar meðferðarleiðir. Áhersla er lögð á góða og fjölbreytta notkun heimilda við gerð heimildarritgerðar.

Námsmat

Námsáætlun