Áfangar og námsáætlanir

SÁL153

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
SÁL153 Þroskasálfræði

Sálfræði á félagsliðabraut

Markmið

Að nemandi
• öðlist þekkingu á eðlilegu þroskaferli
• þekki alhliða þroskaferil barna, s.s. líkamþroska, vitsmunaþroska, tilfinningaþroska, félagsþroska, siðferðisþroska, persónuleikaþroska og málþroska einstaklinga
• geti beitt helstu hugtökum sálfræðinnar við lýsingu á þroskaferli einstaklinga
• kunni skil á hugmyndum þekktra kenningasmiða innan sálfræðinnar.
• þekki helstu rannsóknaraðferðir í þroskasálfræði
• átti sig á samhengi þroska og hegðunar einstaklings
• átti sig á mikilvægi bæði líkamlegrar og andlegrar umönnunar og örvunar fyrir þroskaeinstaklings
• geti stutt barnið í þroskaferli sínum og örvað það til frekari þroska.
• geti tekið þátt í umræðum um þroskaferil mannsins
• auki umburðarlyndi sitt og víðsýni á mannlegri hegðun
• kynnist helstu vandamálum unglinga

Námsfyrirkomulag

Kynning á þroskasálfræði, helstu hugtökum hennar og álitamálum, t.d. hlut erfða og umhverfis í sálrænum eiginleikum. Helstu þroskakenningar eru kynntar ásamt helstu áhrifavöldum þroskasálfræðinnar. Fjallað er um alhliða þroskaferil frá vöggu til kynþroska, einkum líkams-og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, tilfinninga- og félagsþroska, persónuleikaþroska, siðgæðisþroska og málþroska. Fjallað verður um eðlilegan þroska en einnig lítillega um frávik og orsakir þeirra. Verkefnavinna og kennsla tekur mið af viðfangsefnum sem nemandi mun sinna í starfi sínu sem félagsliði.
Kennslan byggir að mestu leyti á fyrirlestrum, tímaverkefnum og umræðum. Gerð verður krafa um virka þátttöku nemenda, meðal annars í umræðum og hópverkefnum. Hluti af námsmati byggist á hefðbundnum prófum (50%) en annars byggist það á hópverkefnum (20%) eða einstaklingsverkefnum (20%). Námsmat skal að öðru leyti byggjast á frammistöðu nemandans sem einstaklings eða þátttakanda í hóp við ýmiss konar verkefni, viðfangsefni og vettvangsheimsóknum.

 

Námsáætlun