Áfangar og námsáætlanir

SAG103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
SAG103 Saga

Íslands- og mannkynssaga fram til 1750

Markmið

Að nemendur
• þkki valda þætti sem hafa haft straumhvörf í þróun mannsins
• geri sér grein fyrir arfi fornaldar og miðalda
• þekki upphaf og þróun islams og kristni og mótun þeirra víða um heim
• þekki róttækar breytingar á heimsmynd Evrópumanna með endurreisn, siðbreytingu og landafundum
• þekki helstu þætti í sögu Íslands frá landnámi og fram á 18. öld og sjái íslenska miðaldasamfélagið í víðara samhengi

Námsfyrirkomulag

Aðalmarkmið þessa áfanga er að kynna nemendum valin atriði úr sögu fornaldar, miðalda og nýaldar. Áhersla er lögð á nokkur meginefni eins og sögu Miðjarðarhafsþjóða, samfélag og menningu Forn-Grikkja, Rómaveldi, upphaf kristindóms og kirkju, lénsskipulagið og mótun borgaralegs þjóðfélags meðal Evrópumanna í kjölfar landafunda og siðaskipta. Þá er saga Íslands rakin frá 9. öld til um 1750. Sérstök áhersla er lögð á þau atriði sem hafa þýðingu fyrir nútímamenningu okkar. Námsmat byggist á lokaprófi, verkefnavinnu nemenda, skyndiprófum, ástundun og virkni nemenda.

Námsáætlun