Áfangar og námsáætlanir

NÁT123

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
NÁT123 Eðlis- og efnafræði

Markmið

Stefnt skal að nemandi:

 • skilji hugtakið vísindi og þekki grundvallar atriði í vísindalegri aðferðafræði (þar með talin hugtökin meðaltal, hámarks og lámarksgildi og staðalfrávik).
 • kunni skil á orkubúskap jarðar og þekki hringrás vatns í náttúrunni.
 • viti hvernig orkuvinnslu og orkunotkun Íslendinga er háttað og hvernig þessir þættir eru í samanburði við önnur lönd
 • þekki þróun atómkenningarinnar, gerð frumefnis, efnasambanda og efnablöndur og geti flokkað efni náttúrunnar undir þessa flokka.
 • þekki byggingu lotukerfisins og geti útskýrt hana í tengslum við ólíkar efnagerðir.
 • viti hvernig atóm myndar sameindir og jónir.
 • þekki hugtökin efnahvarf og efnajöfnur og geti lesið úr og skrifað einfaldar efnajöfnur.
 • þekki efnasamsetningu andrúmsloftsins og þekki helstu mengunarvalda þess.
 • geti útskýrt og reiknað meðalhraða, stundarhraða og hröðun hlutar sem hreyfist efir beinni línu.
 • þekki hugmyndir manna um eðli ljóss og þekki róf rafsegulbylgna.
 • þekki tengsl orku ljóseindar við tíðni rafsegulbylgna

Námsfyrirkomulag

Í þessum áfanga eru tekin fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem tvinnast saman nokkur grundvallar eðlis- og efnafræðilögmál og kenningar. Fjallað er um eðli vísinda og vísindalegra aðferða, tilraunir, mælitæki og mælitækni. Nemendum er gert að safna gögnum sem lúta að þáttum í umhverfi okkar, vinna úr þeim (meðaltal, hæsta gildi, lægsta gildi og staðalfrávik) setja niðurstöður fram á myndrænan hátt (kort, töflur, súlurit og línurit) og túlka þær. Lögð er áhersla á notkun tölvutækni við söfnun og úrvinnslu á upplýsingum. Ítarlega er fjallað um orkubúskap jarðar og hringrás vatns á jörðu. Lögð er áhersla á tengsl þessara tveggja þátta og hnattrænt jafnt sem staðbundið mikilvægi þeirra. Önnur mikilvæg efnisatrið eru gerð atóms, frumefni og efnasambönd, eiginleikar og samsetning lofthjúps, hraði, hröðun og hreyfing hluta eftir beinni línu, rafsegulbylgjur og orkuvinnsla. Nemendur vinna tímaverkefni auk þess sem þeir gera ítarlegri tilraunir og skýrslur.

Námsáætlun