Áfangar og námsáætlanir

NÁT113

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
NÁT113 Inngangur að jarðfræði

Markmið

Stefnt er að því að nemandi m.a.
• geri sér grein fyrir eðli og hlutverki jarðfræðinnar sem vísindagreinar
• þekki helstu drætti í myndun og sögu jarðar og geti gert grein fyrir lagskiptingu hennar og myndun helstu berggerða
• þekki til helstu aðferða jarðfræðinga við rannsóknir
• þekki hver er jarðfræðileg myndun helsta náttúrulegra orkugjafa landsins
• þekki megin einingar í jarðlaga stafla Íslands og aldursdreifingu þeirra
• þekki helstu gerðir rofs (vindrof, vatnsrof, jökulrof o.s.fr.)
• kunni skil á flokkun fallvatna, landfræðilegri dreifingu hvers flokks, rennslisháttum og framburði
• þekki þau atriði sem eru til grundvallar í flokkun storkubergs og þekki flokka storkubergs

Námsfyrirkomulag

Í þessum áfanga fer fram kynning á jarðfræði sem vísindagrein, stiklað er á þróun hugmynda innan hennar, fjallað um tengsl við aðrar vísindagreinar og notagildi með íslenskar aðstæður að leiðarljósi. Fjallað er almennt um aldur og upprunna jarðar, byggingu hennar og lagskiptingu . Fjallað er ítarlega um landrek og flekakenninguna og orkugjafa útrænna jafnt sem innrænna afla. Fjallað er um eðli eld- og skjálftavirkni á Íslandi sem og flokkun og dreifingu eldfjalla. Ítarlega er fjallað um niðurbrot lands (veðrun) og flutning sets (rof) frá veðrunarstað að setmyndunarstað. Greint er frá myndun og flokkun jökla og flokkun íslenskra fallvatna

Námsáætlun