Áfangar og námsáætlanir

MHL304

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
MHL304 Lögmál, aðferðir og rýni

Kyrr tvívídd: Verkstæði

Kennsla

Undanfari

Undanfari nánar

MHL 203 213 MHS 103

Samhliða áfangi

Æskileg námsönn

Markmið

Stefnt skal að því að nemandi

• kunni að setja fram efni og hugmyndir af öryggi á tvívíðum fleti

• geti unnið út frá persónulegum hugmyndum sínum á sviði margmiðlunar

• geti beitt sér af rökfestu við að greina og gagnrýna hugmyndir og vinnu annarra á sviði margmiðlunar

Námsfyrirkomulag

Við lok áfangans á nemandinn að hafa þróað og ígrundað framsetningu á hugmyndum og upplýsingum með aðferðum margmiðlunar. Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum á sviði margmiðlunarhönnunar. Þeir skilgreina eigin verkefni á áhugasviði sínu í samráði við kennara. Ef um viðameiri verkefni er að ræða er sá möguleiki fyrir hendi að fleiri en einn standi að sama verkefni. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér meðvitað og sjálfsgagnrýnið vinnuferli frá fyrstu hugmynd til lokafrágangs. Samhliða eigin verkefnavinnu ræða nemendur skipulega verkefni hver annars og kanna einnig viðfangsefni fagmanna á þessu sviði. Merkingarfræði miðlunar skipar ríkulegan sess sem undirstaða umræðna og sjálfsgagnrýni nemenda. Námið er fjölbreytt og margþætt og skiptist í grófum dráttum í tvo hluta: (1) Verkstæðisvinnu þar sem nemendur vinna að þremur skilgreindum verkefnum og (2) greiningu og mat þar sem nemendum er veittur hugmyndafræðilegur stuðningur við úrvinnslu verkefna sinna.

Námsmat

Námsáætlun