Áfangar og námsáætlanir

LÍF113

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
LÍF113 Vistfræði

Kennsla

 

Undanfari

 

Undanfari nánar

NÁT 103 og LÍF 103

Samhliða áfangi

 

Æskileg námsönn

 

Markmið

Nemandi

 • þekki aðferðir og viðfangsefni vistfræðinnar en í því felst að
 • þekkja helstu hugtök og stefnur innan vistfræðinnar
 • þekkja tengsl vistfræðinnar við skyldar greinar
 • þekkja gerðir vistkerfa, hvaða öfl eru þar að verki og hvernig þau mótast
 • átta sig á innbyrðis tengslum lífvera og tengslum lífvera við ólífrænt umhverfi sitt
 • geta lýst orkuflæði um vistkerfi og efnahringrásum
 • þekkja mismunandi stofnstærðarmælingar
 • geta með dæmum lýst eðli lífsferla og lífssögu einstaklinga
 • þekki sérstöðu íslenskrar náttúru sökum landfræðilegrar legu og eldvirkni en í því felst að
 • kunna skil á eyjaáhrifum og þekkja grundvallareinkenni sjávarvistkerfa
 • kunna skil á vistfræðilegum áhrifaþáttum í ólíkum fjörugerðum
 • þekkja grundvallareinkenni þurrlendis- og votlendisvistkerfa
 • þekkja helstu áhrifaþætti í ferskvatnsvistkerfum
 • þekki notagildi vistfræðinnar fyrir umhverfismál og auðlindanýtingu en í því felst að
 • geta útskýrt eðli og mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika
 • kunna skil á eðli helstu umhverfisvandamála hérlendis út frá vistfræðilegum forsendum
 • þekkja forsendur sjálfbærrar nýtingar stofna
 • þekkja helstu nytjastofna hér við land og vistfræði þeirra
 • þekkja helstu alþjóðasamþykktir sem lúta að verndun einstakra lífvera, búsvæða eða vistkerfa

Námsfyrirkomulag

Vistfæði fjallar um samspil lífvera og umhverfis. Reynt er að efla skilning á samspili fjölbreytileika í umhverfi og fjölbreytileika í erfðum, hverjir sú drifkraftar þróunar og áhrifsþættir á tíðni gena í stofnum. Farið er í áhrif mismunandi samverkunar milli einstaklinga af sömu tegund og einstaklinga af mismunandi tegund. Slíkri samverkun er meðal annars skipt í samlíf (samhjálp, gistilíf og sníkjulíf) og samkeppni. Gerð er grein fyrir eðli og uppbyggingu mismunandi vistkerfa og þar meðal annars gerð grein fyrir umhverfisþáttum og líffélögum í mismunandi lífbeltum. Útskýrt er orkuflæði og efnahringrásir, fæðukeðjur, fæðuvefir og fæðupíramídar. Farið er í framvindu vistkerfa. Áhersla er lögð á kynningu og skilningi á íslenskum viðfangsefnum vistfræðinnar og hvernig landfræðileg lega hefur áhrif á tegundasamsetningu. Fjallað verður um mengun og áhrif mannsins á tegundafjölbreytileika og lífsskilyrði lífvera.

Námsmat

 

Námsáætlun