Áfangar og námsáætlanir

LÍF103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
LÍF103 Lífeðlisfræði

 

Markmið

Nemandi

 • þekki til frumustarfseminnar sem grunneiningar og mismunandi vefjagerða
 • geti lýst hlutverki einstakra líffærakerfa
 • þekki hlutverk og samspil helstu stjórnkerfa þ.e. taugakerfis, hormónakerfis og ónæmiskerfis
 • þekki gerð og hlutverk flutningskerfa en í því felst að
 • geta lýst blóðrásarkerfi í máli og myndum
 • geta útskýrt blóðþrýsting og lýst byggingu og starfi hjarta
 • þekkja mismunandi gerðir æða
 • þekkja samsetningu og efnaflutning blóðs
 • þekkja storknunarferli blóðs
 • þekkja byggingu og starfsemi vessaæðakerfis
 • þekki temprun á magni og samsetningu líkamsvökva
 • þekkja hlutverk lifrar
 • þekkja starfsemi nýrna við útskilnað
 • þekkja starfsemi lungna og eðli loftskipta
 • geti lýst næringarnámi og efnaskiptum mismunandi lífvera
 • geta lýst og borið saman ljóstillífun, öndun og gerjun
 • vita hvar og hvernig fæða meltist í meltingarveginum
 • vita hvar í meltingarveginum efni fara inn í æðar
 • geta lýst með hjálp dæma mikilvægi þess að neyta fjölbreyttrar fæðu
 • þekki eðli og hlutverk mismunandi skynfæra og skynjunar
 • þekki starfsemi og uppbyggingu stoðkerfis og vöðvakerfa
 • kunni skil á æxlun og fósturþroskun frá okfrumu til holfósturs
 • geti rakið orsakir sjúkdóma til breytinga á líkamsstarfseminni

Námsfyrirkomulag

Lífeðlisfræði fjallar um starfsemi og lifnaðarhætti lífvera. Í þessum áfanga er einkum farið í líkamsstarfsemi dýra með áherslu á manninn. Fjallað er um helstu stjórnkerfi líkamans það er að segja taugakerfi, hormónakerfi og ónæmiskerfi. Farið er í vökvastjórnun líkamans, byggingu og starfsemi blóðrásar, ásamt hlutverki vessakerfisins. Gerð er grein fyrir samsetningu blóðs og hvaða hlutverki mismunandi blóðfumur gegna. Útskýrð er stjórnun á líkamsvökvunum og áhrif lifrar, nýrna og lungna í að tempra útskilnað og styrk ýmissa efna. Farið er í fæðunám, meltingu, öndun, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, boðflutning, hreyfingu, æxlun, fósturþroskun, stjórn efnaskipta og samvægi. Hvert einstakt líffærakerfi og líffæri er tekið fyrir og hliðstæð kerfi borin saman. Fjallað er um heilbrigða starfsemi en einnig algengustu frávik.

Námsmat

Námsáætlun