Áfangar og námsáætlanir

JAR203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
JAR203 Jarðsagan og landrekið

Kennsla

Undanfari

JAR 102

Markmið

Stefnt skal að því að nemandi

• geti gert grein fyrir kenningum um uppruna og aldur jarðar

• geti skýrt jarðsögutöfluna og sagt frá einkennum hverrar aldar í sögu jarðar

• geti fjallað um þróun lífríkis á jörðinni út frá völdum dæmum um þróun einstakra hópa lífvera

• þekki mismunandi kenningar um massadauða lífvera

• geti skýrt myndun mismunandi jarðlaga og tengt við ástand umhverfis á myndunartíma þeirra, s.s. hitastig og orku í umhverfinu

• geti fjallað um ísaldir og kenningar um orsakir þeirra

• geti gert grein fyrir jarðsögu Íslands með tilliti til mismunandi þátta

o landreks

o loftslags

o jarðlaga

o eldvirkni

o lífríkis


• geti fjallað almennt um landrek og skýrt með tilliti til þess myndun valinna svæða á jörðinni

• þekki helstu gerðir jarðmyndana hér á landi og geti tengt þær ríkjandi umhverfisaðstæðum á myndunartíma þeirra

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er fjallað um landrek ákveðinna svæða, einstaka tíma í sögu jarðar, tilurð Íslands m.a. út frá landrekskenningunni og þær breytingar sem orðið hafa á eldvirkni, lífríki og loftslagi á landinu. Kynntar eru kenningar um uppruna jarðar og aldursákvarðanir og lögð áhersla á að nemendur þekki nútímaaðferðir sem beitt er við rannsóknir á jarðsögunni. Fjallað er um þróun lífríkis, almennt og meðal einstakra hópa, þar á meðal mannsins. Kynntar eru kenningar um útdauða lífvera og einstök dæmi tekin m.a. í tengslum við umfjöllun um loftslagsbreytingar, ísaldir og orsakir þeirra. Áframhaldandi umfjöllun frá JAR 103 er um þróun rekbelta, uppruna kviku og heita reiti. Áhersla er lögð á verkefnavinnu nemenda í tengslum við náttúruskoðun og vettvangsferðir. Nemendur fá þjálfun í túlkun jarðlagasniða, lestri jarðfræðikorta og í notkun nýjustu forrita er líkja eftir aðstæðum í jarðskorpu, s.s. við jarðskjálfta, eldgos og landrek.

Námsáætlun