Áfangar og námsáætlanir

JAR103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
JAR103 Jarðfræði og jarðsaga

Markmið

Stefnt skal að því að nemandi
• geri sér grein fyrir notagildi jarðfræðiþekkingar með íslenskar aðstæður að leiðarljósi
• geti beitt öllum algengustu hugtökum og heitum í jarðfræði í umfjöllun sinni um myndun og gerð náttúrufyrirbæra
• hafi þjálfun í að greina berg og steindir og geti út frá þeirri greiningu fjallað um og útskýrt myndun bergs og myndun mismunandi gerða kviku
• þekki helstu gerðir eldstöðva og geti skýrt mismunandi virkni þeirra
• geti fjallað um landmótun af völdum frostverkanna, vatnsfalla, sjávar jökla og vinds
• geti gert grein fyrir mismun á gerð fallvatna
• þekki megin atriði í jarðsögu
• þekki megin atriði í jarðsögu Íslands
• þekki nokkuð ítarlega jökulbreytingar á síðjökultíma
• þekki umhverfisbreytingar á síðustu 10.000 árum

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lögð áhersla á meginatriði jarðfræði Íslands, tengsl upprunna landsins við landrek og landmótun af völdum innrænna og útrænna afla. Farið er í undirstöðuatriði steinda- og bergfræði og einnig kenningar um uppruna kviku og myndun mismunandi kvikugerða undir Íslandi.

Námsáætlun