Áfangar og námsáætlanir

ÍÞR202

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÍÞR202 Íþróttir

Upphitun, þol, styrkur, liðleiki, kerfisbundin þjálfun, íþróttameiðsl, líkamsbeiting, lífstíll og heilsa, næringarfræði, forvarnir.

Markmið

Nemandi:
- Tileinki sér grunnþekkingu hvað varðar skipulagningu og tilgang markvissrar þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar ásamt að öðlast skilning á mikilvægi þessara þjálfunarþátta.
- Taki þátt í almennri og sérhæfðri upphitun.
- Taki þátt í markvissri þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun.
- Tileinki sér grunnþekkingu á hugtökunum snerpa, hraði, samhæfing og tækni.
- Geti skipulagt eigin grunnþjálfun, þ.e. útbúið æfingaáætlun fyrir eina æfingu og fyrir æfingatímabil.
- Tileinki sér grunnþekkingu íþróttameiðsla.
- Átti sig á samhenginu milli líkamsbeitingar og heilsu.
- Sjái samhengi á milli heilbrigðs lífsstíls og heilsu.

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur þar sem lögð er áhersla á mikilvægi hreyfingar fyrir hvern og einn.
Farið er í fræðilega þætti allra áfangamarkmiða og verklega þætti upphitunar, þols, styrks, liðleika, snerpu, hraða, samhæfingar og tækni.
Kynning á íþróttagreinum.

Námsáætlun