Áfangar og námsáætlanir

FRA513

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
FRA513 Franska

Taláfangi

Markmið

Að nemendur
• geti tjáð sig skýrt og eðlilega á frönsku um ýmis málefni
• geti skilið og talað franskt mál við mismunandi aðstæður
• geti tekið virkan þátt í almennum samræðum og umræðum á frönsku
• geti tjáð sig munnlega um viðfangsefni sem þeir hafa lesið um, hlustað á eða horft á
• geti flutt undirbúinn texta á frönsku, s.s. ljóð, erindi og stutta fyrirlestra um ýmis mál

Námsfyrirkomulag

Þessi áfangi er helgaður talþjálfun og reynt að líkja sem mest eftir raunverulegum aðstæðum í því sambandi. Aðaláhersla er lögð á að hlusta og halda uppi samræðum um hin ýmsu efni, oft út frá stuttum myndskotum og hljóðupptökum úr fjölmiðlum og kvikmyndum. Gerðir eru samtalsþættir, stuttir leikþættir og fréttaþættir, svo dæmi séu nefnd. Nemendur flytja einnig frönsk ljóð og e.t.v. annars konar bókmenntatexta og semja og flytja fyrirlestra („exposés“) á frönsku. Reynt er að koma því við að fá frönskumælandi gest/gesti í heimsókn og/eða fela nemendum að taka viðtal við einhvern sem talar góða frönsku. Ætlast er til töluverðs frumkvæðis af nemendum og fer efni áfangans að miklu leyti eftir áhugamálum þeirra. Verkefni í lestri, hlustun og ritun eru fyrst og fremst notuð sem stuðningur við talfærni, s.s. sem kveikjur og til að byggja upp nauðsynlegan orðaforða. Notuð eru myndbönd, hljóðsnældur/diskar, ýmsir textar, m.a. ljóð, orðabækur og netið.

Námsáætlun