Áfangar og námsáætlanir

ÍSL643

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÍSL643 Íslenska

Yndislestur

Lýsing

Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa áhuga á bókmenntum. Megináhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Þeir lesa sjálfstætt sjö verk og gera kennara grein fyrir þeim með skýrslum og einkaviðtölum.

Í upphafi lesa allir nemendur bókina Afleggjarann eftir Auði Övu Ólafsdóttur og mæta í viðtal í annarri kennsluviku. Kennari mun hafa samband við nemendur til að ákveða stað og stund.

Auk þess þurfa nemendur að velja sér sex bækur af lista og tilkynna kennara val sitt. Aðeins má velja eina glæpasögu en að öðru leyti er valið frjálst. Hægt er að afla sér upplýsinga um bækurnar á vefjum forlaga á netinu. Á  gegni.is má sjá hvaða bækur eru til á bókasöfnum og þar er hægt að panta bækur. Eins munu bækurnar verða á vagni á bókasafni Borgarholtsskóla þar sem hægt verður að skoða þær og lesa. Þær verða ekki til útláns.

Ef mjög fáir velja sömu bókina áskilur kennari sér rétt til að sleppa henni.

Markmið

Að nemendur þjálfist í lestri skáldverka, verði fær um að greina þau og túlka og leggja á þau rökstutt mat í ræðu og riti.

Námsáætlun