Áfangar og námsáætlanir

ÍSL403

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÍSL403 Íslenska

Bókmenntir og tungumál frá siðaskiptum til 1900

Kennsla

Undanfari

ÍSL303

Markmið

Að nemendur
• þekki bókmenntir og bókmenntasögu tímabilsins 1550-1900
• þekki upphafsmenn íslenskrar málstefnu og viti hvað felst í henni
• þjálfist í að tjá sig í ræðu og riti um valin verk og höfunda
• þekki bókmenntahugtök og geti beitt þeim við greiningu verka

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum kynnast nemendur einkennum lærdómsaldar, upplýsingar, rómantíkur og raunsæis og lesa texta sem tilheyra þessum tímabilum. Unnið er með hugtök í ljóðgreiningu (bragfræði, stílbrögð, myndmál) og þeim beitt við greiningu verka. Nemendur skrifa ritgerð um íslenska skáldsögu frá tímabilinu og beita við það bókmenntahugtökum. Einnig flytja þeir fyrirlestur um skáld eða annað efni frá rómantíska eða raunsæja tímabilinu og nýta sér við þá vinnu fjölbreytilegar heimildir og þekkingu sína á bragfræði og stílfræði.

Námsáætlun