Áfangar og námsáætlanir

ÍSL303

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÍSL303 Íslenska

Bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta

Undanfari

ÍSL 203 eða 212

Markmið

Að nemendur
• átti sig á skiptingu bókmenntasögunnar í tímabil óskráðra og skráðra bókmennta.
• þekki bókmenntir og bókmenntasögu tímabilsins 800-1550.
• fái innsýn í heimsmynd og hugmyndaheim miðaldamanna.
• þjálfist í lestri miðaldatexta.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum eru lesin eddukvæði, dróttkvæði og Íslendingasaga, auk sýnishorna úr öðrum miðaldabókmenntum. Nemendur læra að þekkja forna bragarhætti, þekki helstu sérkenni konungasagna, biskupasagna, samtíðarsagna, Íslendingasagna, fornaldarsagna Norðurlanda og riddarasagna. Textarnir eru settir í bókmenntasögulegt samhengi og kynnt er hugmyndafræði þess samfélags sem verkin spretta úr. Nemendur tjá sig í ræðu og riti um efni áfangans og nýta sér fjölbreyttar heimildir.

Námsáætlun