Áfangar og námsáætlanir

ÍSL202

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÍSL202 Íslenska

Bókmenntir og málfræði

Undanfari

ÍSL102

Markmið

Að nemendur
• lesi bókmenntatexta frá ólíkum tímum og beiti bókmenntahugtökum í vinnu með þá.
• þjálfist í ritun.
• geti notfært sér þekkingu á setningafræði við samanburð á textum.
• geti aflað sér upplýsinga í orðabókum og uppflettiritum.
• bæti framsögn og tjáningu.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lesin ein nútímaskáldsaga, ein fornsaga eða fleiri styttri fornir textar. Í tengslum við verkin beita nemendur eftirfarandi bókmenntahugtökum: tími, umhverfi, sjónarhorn, persónulýsingar, boðskapur og þema. Einnig kynnast þeir menningarheimi og málfari fornsagna. Auk þess lesa nemendur ýmsa aðra texta og vinna verkefni út frá þeim, m.a. með orða- og handbókum. Skrifuð eru ýmis ritunarverkefni auk rökfærsluritgerðar. Verkefnin eru endurbætt og unnin í tölvu. Tækifærisræða er flutt úr ræðustóli. Önnur verkefni eru flutt fyrir bekkinn þegar tækifæri gefast. Rifjuð er upp orðflokkagreining og hugtök í setningafræði í tengslum við algengar villur og samanburð á textum frá ólíkum tímum.

Námsáætlun