Áfangar og námsáætlanir

HSP103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
HSP103 Inngangur að heimspeki

Markmið

Að nemendurnir
• geti með skýrum og greinargóðum hætti gert sjálfum sér og öðrum grein fyrir eigin hugsunum og hugmyndum
• kynnist helstu viðfangsefnum heimspekinnar
• þekki helstu undirgreinar heimspekinnar, svo sem frumspeki, þekkingarfræði og siðfræði
• geti lesið og greint frumtexta

Námsfyrirkomulag

Lögð verður áhersla á almenna kynningu heimspekinnar sem fræðigreinar og á þjálfun nemenda í að beita aðferðum hennar í daglegu lífi. Þau vandamál sem heimspekingar hafa glímt við gegnum aldirnar verða kynnt til sögunnar og hugað að þeim lausnum sem hvað mesta athygli hafa vakið. Athugað verður hvort og þá hvernig heimspekileg rökræða getur hjálpað nútímamanninum að móta gildi og viðmið tilveru sinnar. Nemendur vinna fjölmörg hóp- og einstaklingsverkefni.

Námsáætlun