Áfangar og námsáætlanir

FTL103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
FTL103 Fatlanir

Markmið

Að nemendur
• þekki helstu tegundir fatlana og orsakir þeirra
• viti um helstu leiðir við greiningu fatlana
• kunni skil á helstu þjálfunar- og meðferðarþörfum
• viti um leiðir til að nálgast stuðning eða sérþekkingu vegna ýmissa frávika
• auki skilning sinn á þeim áhrifum sem fötlun einstaklings hefur á hann sjálfan og fjölskyldu hans

Námsfyrirkomulag

Lögð er áhersla á kynningu á ýmiss konar frávikum í andlegum og líkamlegum þroska og einnig á skilgreiningar ýmissa fatlana sem og orsaka þeirra. Einnig er fjallað um þjálfunar- og meðferðarþarfir og hvernig leita skal eftir þeim rétti sem fólki ber. Áhersla er lögð á að efla skilning nemenda á margbreytileika mannlegra aðstæðna og að bera virðingu fyrir öllu fólki. Nemendur lesa efni um fatlanir ásamt því að fara í kynnisferðir á þjónustustofnanir. Lögð er áhersla á að nemendur vinni í hópum að lausn ýmissa verkefna. Einnig skal skrifuð heimildarritgerð um valið efni. Mikilvægt er að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

Námsáætlun