Áfangar og námsáætlanir

FJÖ103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
FJÖ103 Inngangur að fjölmiðlun

Inngangur að fjölmiðlafræði

Undanfari:

Enginn

Undanfari nánar:

Ekkert

Markmið

Að nemandi
• skilji hvað mótar fjölmiðla samfélagsins og þekki þau öfl sem hafa áhrif á slíka mótun
• skilgreini muninn á persónulegum boðskiptum og fjöldaboðskiptum
• geri sér grein fyrir hvaða áhrif Netið hefur á aðgengi einstaklinga að fjöldaboðskiptum og fjölmiðlun
• þekki aðalatriði í sögu fjölmiðlunar á Íslandi
• viti hvernig fréttir berast til fjölmiðla
• viti hvernig starfsfólk á fréttastofum vinnur úr þeim upplýsingum sem valdar eru til birtingar
• kynnist ýmsum stílbrögðum í framsetningu fjölmiðlaefnis
• geri sér grein fyrir áhrifamætti fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga
• kanni hvort sumar skoðanir eigi greiðari aðgang að fjölmiðlum en aðrar
• þekki helstu kenningar um áhrif myndmiðla á mótun barna og unglinga
• viti hvernig fjölmiðlar og fjölmiðlatengd fyrirtæki starfa
• þekki til mikilvægra laga og reglna um starfsemi fjölmiðla svo og forsendna fyrir þeim
• hafi innsýn í túlkun margvíslegra kannana á notkun og efni fjölmiðla
• kunni að nýta sér fjölmiðla sem tæki til þekkingaröflunar
• geri sér grein fyrir hvað dagblöð, tímarit, ljósvakamiðlar og fréttamiðlar á Netinu eiga sameiginlegt, svo og sérstöðu hvers fyrir sig

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er inngangur og kynning á fjölmiðlafræði. Fjallað verður um þrjú form nútímafjölmiðlunar: blöð og tímarit, ljósvakamiðla og fjölmiðlun innan netheima. Kannað verður hvað einkennir boðskipti innan þeirra og þau borin saman, bæði í sögulegu og fræðilegu samhengi. Gerður verður samanburður á fjöldaboðskiptum og persónulegum boðskiptum, gagnvirkum og ógagnvirkum. Fjallað verður um fréttaflutning í nútímasamfélagi og hvernig fjölmiðlar og fréttastofur meðhöndla fréttir. Reifaðar eru kenningar um áhrifamátt fjölmiðla og þátt þeirra í félagsmótun einstaklinga. Fjallað verður um lög og reglugerðir um fjölmiðla. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnum. Samhliða bóklegu námi er áhersla lögð á að nemendur fylgist með því hvernig fjölmiðlar spegla atburði líðandi stundar innanlands og utan.

Námsáætlun