Áfangar og námsáætlanir

FÉV103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
FÉV103 Félagsleg virkni

Félagsliðabraut

Markmið

Að nemandi
• þekki mikilvægi og umfang frístunda á mismunandi æviskeiðum og hvernig þær tengjast lífsstíl einstaklingsins
• viti hvar frístundastarf fer aðallega fram í samfélaginu og á vegum hverra
• geri sér grein fyrir áhrifum heilsubrests, fötlunar, hömlunar og félagslegrar stöðu á notendur félags- og heilbrigðisþjónustu og möguleika þeirra til frístundastarfs
• geri sér grein fyrir mikilvægi frístunda í forvarnarstarfi
• þekki tilgang og helstu aðferðir til að meta virkni einstaklinga
• hafi innsýn í markmiðssetningu og eftirfylgni í frístundastarfi
• geti skráð og aflað upplýsinga hjá notanda og samstarfsfólki um frístundavirkni einstaklinga með ólíkar þarfir og geti jafnframt miðlað slíkri vitneskju
• geri sér grein fyrir mikilvægi fjölskyldu, vina og annarra aðila í nánasta umhverfi notenda á virkni í frístundastarfi

Námsfyrirkomulag

Fjallað er um þróun frístundastarfs og hugmyndafræði þess kynnt, þ.m.t. kenningar í félagssálfræði og hugmyndir um vöxt og þróun einstaklingsins. Komið er inn á helstu hugtök og þjónustuleiðir á sviði frístunda m.a. innan heilbrigðis- og skólakerfisins og sveitarfélaga. Helstu frístundamöguleikar eru kynntir og nemendur örvaðir til skapandi hugsunar á því sviði. Fjallað er um notendur félags- og heilbrigðisþjónustu og helstu aðferðir til að meta þörf þeirra og leiðir í frístundastarfi. Áhersla er lögð á að kenna nemendum að skipuleggja frístundastarf á sem fjölbreyttastan hátt með þarfir mismunandi einstaklinga að leiðarljósi, jafnframt því að kenna þeim að skynja og virða þarfir þeirra fyrir gefandi frístundastarf óháð heilsufari, hömlun, fötlun eða félagslegri stöðu. Kennslan byggir aðallega á virkni nemenda í kennslustundum, þ.e. hópavinnu, sjálfstæðum verkefnum, heimsóknum á ýmsar stofnanir. Einnig verða fyrirlestrar frá kennara og fræðsla tengd félagslegri virkni

Námsmat

Námsáætlun