Áfangar og námsáætlanir

FÉL303

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
FÉL303 Stjórnmálafræði

Markmið

Að nemendur
• þekki skipulag og sögu sveitarfélaga, þrískiptingu ríkisvaldsins, hlutverk forseta og inntak stjórnarskrárinnar
• þekki hægri og vinstri kvarðann í stjórnmálum og hvernig íslensku flokkarnir raðast á hann ásamt sögu þeirra og þróun
• þekki upphaf og þróun hugmyndafræði í stjórnmálum eins og frjálshyggju, marxisma, stjórnleysistefnu, fasisma, nasisma og femínisma
• þekki þróun lýðræðis frá einræðis- og alræðisstjórnarfari
• þekki sögu íslenskra nútímastjórnmála og rætur í sjálfstæðis- og stéttastjórnmálum ásamt þróun kvenréttindabaráttunnar á Íslandi
• geti lagt gagnrýnið mat á álitaefni í stjórnmálum, tekið þátt í lýðræðislegri umræðu um stjórnmál og verið hæfari þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi
• hafi vald á fræðilegri nálgun og umfjöllun um stjórnmál og þjóðfélagsmál
• temji sér öguð vinnubrögð og vinnulag sem einkennist af iðni, ástundun, virkni og frumkvæði

Námsfyrirkomulag

Í þessum áfanga er stjórnmálafræðin viðfangsefnið. Fjallað er um stjórnmálastefnur, stjórnkerfi, hugmyndafræði og íslenska stjórnmálasögu. Markmið áfangans er að efla þekkingu og skilning nemenda á mikilvægi stjórnmála. Einnig að efla nemandann í fræðilegri greiningu á stjórnmálastefnum, stjórnkerfum og sögulegum og félagslegum tengslum stjórnmála og samfélags. Stuðst er við kennslubók, myndmiðlar, Netið, ljósritað efni, gestir koma í heimsókn og farið er í vettvangsferðir. Námsmat er í formi símats miðað við fulla mætingu sem skilgreind er í upphafi annar. Annareinkunn fyrir heimavinnu, hugtakanám, hópverkefni og kaflapróf. Vinnulag (ástundun, virkni, frumkvæði) er metið með kennaraeinkunn. Ef mæting er undir kröfum þar um er lokapróf sem gildir helming á móti annareinkunn.

Námsáætlun