Áfangar og námsáætlanir

ENS403

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ENS403 Enska

Undanfari

ENS303

Markmið

Stefnt er að því að nemendur
• geti hlustað á og skilið raunefni, t.d fréttaþætti, kvikmyndir, fyrirlestra og ýmiss konar fræðsluefni
• auki almennan orðaforða sinn og þekkingu á orðaforða (t.d. fagorðaforða) og hugtökum bókmenntafræði.
• hafi fengið þjálfun í glósutækni
• geti tjáð sig á skipulegan, rökrænan og samfelldan hátt í rituðu og töluðu máli um almennt og sérhæft efni
• geti útskýrt og umorðað og notað fagorðaforða
• séu fær um að vinna að hópverkefnum
• geti lesið og skilið fjölbreytilegt lesefni
• auki færni sína við túlkun bókmenntaverka
• öðlist dýpri skilning á uppbyggingu málsins
• kynnist menningu enskumælandi landa

Námsfyrirkomulag

Áhersla lögð á fjölbreytilega texta, t.d. bókmenntaverk og greinar úr tímaritum og dagblöðum. Áhersla á aukna færni í bókmenntafræðilegri greiningu. Sérstök áhersla á skipulega framsetningu hugmynda í rituðu og töluðu máli. Einnig er lögð áhersla á fagorðaforða. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti, geti rökstutt skoðanir sínar og tileinkað sér fagorðaforða. Áhersla lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, m.a. við öflun upplýsinga á bókasöfnum, Neti og í margmiðlunarefni. Kynning á menningu enskumælandi landa og Íslandi í augum útlendinga. Námsmat er í formi prófs í lok annar ásamt dagbókarskilum, ýmsum verkefnum og prófum á önninni. Þeir nemendur sem ná 8.5 í annareinkunn þurfa ekki að taka lokapróf í áfanganum.

Námsáætlun