Áfangar og námsáætlanir

ENS303

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ENS303 Enska

Undanfari

ENS203 og ENS212

Markmið

Stefnt skal að því að nemendur

 • geti hlustað á og skilið ensku sem töluð er við ólíkar aðstæður og með mismunandi hreim (t.d. í kvikmyndum, sjónvarpi, útvarpi) og áttað sig á blæbrigðum málsins (hvort talað er í hæðnistón, af einlægni, af alvöru, í gríni o.s.frv.).
 • geti brugðist við töluðu máli á ólíkan hátt, t.d. með endursögn (munnlegri, skriflegri), svörum, útdrætti o.s.frv.
 • geri sér grein fyrir því að ekki er alltaf þörf að skilja allt sem sagt er og að hægt sé að geta í eyðurnar.
 • geti haldið stutt erindi um sérhæft efni með viðeigandi orðaforða og eðlilegum hraða og hrynjandi - blaðalaust en ef til vill með aðstoð punkta eða stikkorða.
 • geti umorðað, útskýrt og leiðrétt sig ef orðaforða þrýtur eða misskilningur á sér stað.
 • geti brugðist við óvæntum aðstæðum, t.d. spurningum.
 • geti lesið fjölbreytta bókmenntatexta og beitt grunnhugtökum í bókmenntafræðilegri greiningu þeirra.
 • geti lesið á milli línanna og áttað sig á dýpri merkingu orða þegar fjallað er um efni sem hann hefur kynnt sér.
 • geti tjáð sig skriflega í ritunarverkefnum þar sem reynir á ímyndunarafl og skapandi notkun málsins.
 • geti beitt meginreglum enskrar málfræði, setningafræði og stafsetningu í rituðu máli.
 • geti sett fram mál sitt á sjálfstæðan, skipulegan, rökrænan og hnitmiðaðan hátt
 • geti skrifað bréf - t.d. fyrirspurnir, umsóknir o.s.frv.
 • geti skrifað ritgerðir þar sem tillit er tekið til uppbyggingar, röksemdafærslu og notkunar heimilda.
 • kunni skil á helstu reglum í enskri málfræði í samræmi við og í framhaldi af því sem unnið hefur verið með í ENS 103 og ENS 203.

Námsfyrirkomulag

Áhersla á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra (geti "lesið á milli línanna"). Lesin eru bókmenntaverk og túlkuð út frá víðara samhengi en áður með tilliti til sögu og bókmenntalegra skírskotana. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og geti rökstutt skoðanir sínar. Nemendur fá þjálfun í að vinna að viðameiri verkefnum þar sem efnis er leitað á bókasöfnum, á Netinu og í margmiðlunarefni. Markviss kynning á menningu enskumælandi landa. Áhersla er lögð á alhliða færni í málinu. Námsmat er í formi prófs í lok annar ásamt dagbókarskilum, ýmsum verkefnum og prófum á önninni. Þeir nemendur sem ná 8.5 í annareinkunn þurfa ekki að taka lokapróf í áfanganum.

Námsáætlun