Áfangar og námsáætlanir

EFN313

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
EFN313 Lífræn efnafræði og lífefnafræði

Kennsla

 

Undanfari

 

Undanfari nánar

NÁT 123, EFN 103 og EFN 203

Samhliða áfangi

 

Æskileg námsönn

 

Markmið

Nemandi
• geti lýst sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis
• þekki einkenni helstu flokka lífrænna efna svo sem alkana, alkena, alkýna, alkóhóla, alkýlhalíða, etera, aldehýða, ketóna, karboxýlsýra og karboxýlsýruafleiðna
• kunni skil á helstu þáttum IUPAC-nafnakerfisins
• þekki helstu hvörf lífrænna efna
• geti teiknað mismunandi rúmísómerur
• þekki hugtakið hendið (ósamhverft) kolefni
• þekki helstu einkenni í byggingu sykra en í því felst að
• þekki skilgreiningu lípíða en í því felst að
• þekki skilgreiningu á peptíðum og próteinum en í því felst að

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er skilgreindur sem undirbúningur undir frekara nám í lífrænni efnafræði og lífefnafræði, s.s. nám í heilbrigðisgreinum, og til að gefa nokkra yfirsýn yfir efnið fyrir þá sem ekki hyggja á framhaldsnám tengt þessum greinum. Hér er því lögð áhersla á að gefa yfirlit yfir efnisþættina frekar en að kafa mjög djúpt í einstaka þætti þeirra enda um umfangsmikið efni að ræða. Í áfanganum eru sérkenni lífrænna efna skoðuð, fjallað er um helstu flokka þeirra og gefin innsýn í nafnakerfi og helstu efnahvörf. Komið er inn á lífefnafræði með því að skoða þrjá meginflokka lífefna, sykrur, prótein og fituefni. Mikilvægt er að tengja efnið reynsluheimi nemendanna og að þeir kynnist efninu á sem fjölbreytilegastan hátt, svo sem með notkun tölvumynda og líkana og í verklegum æfingum.
Dæmi um verklegar æfingar eru: Sameindalíkön, myndun sápu, eiming, myndun og einangrun esters, vinnsla lípíða og/eða C-vítamíns úr matvælum.
Efnisatriði: Svigrúmablöndun kolefnis, helstu flokkar lífrænna efna; alkanar, alkenar, alkýnar, arómatar, alkóhól, halíð, ketónar, aldehýð, karboxýlsýrur, esterar, etear og amín. Yfirlit yfir helstu hvörf þessara efnaflokka. IUPAC-nafnakerfið, byggingarísómerur, rúmísómerur, hendin kolefni og hendnar sameindir, Fischer-varpanir. Sykrur, lípíð, prótein.

Námsmat

 

Námsáætlun