Áfangar og námsáætlanir

EFN203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
EFN203 Efnafræði

Gaslögmálið og efnahvörf

Undanfari

NÁT 123 og EFN 103

Markmið

Að nemendur
• þekki gaslögmálið og hugmyndir um kjörgas
• þekki helstu gerðir efnahvarfa
• öðlist skilning á varmabreytingum í efnahvörfum
• kunni skil á helstu atriðum varðandi hraða efnahvarfa
• kunni skil á jafnvægishugtakinu og geti beitt jafnvægislíkingu efnahvarfs við útreikninga
• þekki til leysnieiginleika salta
• temji sér vönduð vinnubrögð í tilraunum, skýrslum, verkefnum og glósugerð.
• geti nýtt sér netið og tölvuforrit við vinnu sína.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er fjallað um samband hita, þrýstings og rúmmáls fyrir gastegundir. Þá er fjallað um helstu gerðir efnahvarfa og farið dýpra í magnbundna útreikninga en gert var í EFN 103. Einnig er fjallað um ýmsa þætti tengda efnahvörfum s.s. varmabreytingar og hraða efnahvarfa. Lagður verður grunnur að skilningi nemenda á jafnvægishugtakinu og því síðan fylgt eftir með umfjöllun um leysni salta. Síðar í Efn 303, er fjallað um sýruðbasahvörf og galvaníhlöður. Á sama hátt og í fyrri áföngum ættu nemendur að kynnast viðfangsefnum á sem fjölbreyttastan hátt en verklegar æfingar og skýrslugerð fær nú meira vægi en áður. Dæmi um verklegar æfingar: massi og rúmmál gass, hverfvarmi, áhrif hita og mólstyrks á hraða efnahvarfs, áhrif ytri þátta á jafnvægisstöðu efnahvarfs, felling.
Efnisatriði: Gaslögmálið, kjörgas, kelvin-kvarði, hlutþrýstingur, oxunar-/afoxunarhvörf, fellingar, sýru-/basahvörf, efnahvörf og hlutföll, varmi í efnahvörfum, lögmál Hess og myndunarvarmi, hraði efnahvarfa, hraðajöfnur, hraðafasti og hvarfgangur. Jafnvægi í efnahvörfum, jafnvægisfasti, regla Le Chateliers, leysni salta, leysnimargfeldi.

Námsáætlun