Áfangar og námsáætlanir

EFN103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
EFN103 Efnafræði

Atómið og mólhugtakið

Markmið

Nemandi

• geti út frá staðsetningu efnis í lotukerfinu sagt til um fjölda öreinda atóma efnisins og efnafræðilega eiginleika þess

• geti lesið úr formúlum efnasambanda og gefið einföldum efnasamböndum efnafræðiheiti

• geti stillt efnajöfnur

• geti lýst efnajöfnu með orðum

• geti lýst í meginatriðum helstu gerðum sterkra og veikra efnatengja

• geti sagt til um hvaða gerðir sterkra og veikra efnatengja eru líklegastar til að vera ráðandi milli ákveðinna efnapara, út frá stöðu efnanna í lotukerfinu og eiginleikum þeirra

• þekki mólhugtakið og geti notað það í tengslum við efnajöfnur en í því felst að

• geti skilgreint hugtökin oxun og afoxun og þekki tengsl þeirra við rafeindaflutning

• geti sýnt rafeindaflutning í einföldum oxunar-/afoxunarhvörfum

• geti notað spennuröð málma til að segja til um hvort málmur sé vetnislosandi

• geti skilgreint hugtökin sýra og basi og þekki tengsl þeirra við róteindaflutning

• geti út frá pH-gildi sagt til um hvort efni eru súr eða basísk

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er fjallað um atómið í framhaldi af NÁT 123. Áhersla er lögð á notkun lotukerfisins til að finna öreindafjölda atóma, rafeindaskipan og til að spá fyrir um gerðir efnatengja milli efnapara. Lagður er grunnur að skilningi á mólhugtakinu og notkun þess í tengslum við efnajöfnur. Sem fyrr skal lögð megináhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemendanna.

Nemendur skulu kynnast viðfangsefninu á sem fjölbreyttastan hátt, s.s. með sjálfstæðri verkefnavinnu, hópvinnu, notkun upplýsingatækni og verklegum æfingum. Dæmi um verklegar æfingar: málmar og málmleysingjar, efnatengi, mólstyrkur, oxun og afoxun, pH-gildi efna úr daglegu lífi.

Efnisatriðin eru: Atómið og öreindir þess, sætisala, samsætur, massatala, atómmassi, gildisrafeindir, rafeindaskipan, jónir, heiti og formúlur efna, lotukerfið, flokksnúmer, lotunúmer, heiti flokka, málmar, málmleysingjar, efnahvörf, efnajöfnur, stilling efnajafna, sterk og veik efnatengi, mól, mólmassi, samband mólfjölda og massa, mólstyrkur, mólhlutföll í efnahvörfum, oxun, afoxun, spennuröð málma, sýrur, basar, sýrustig.

Námsáætlun