Áfangar og námsáætlanir

EÐL203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
EÐL203 Eðlisfræði

Varmafræði, hreyfing og bylgjur

Kennsla

Markmið

Stefnt skal að því að nemandi

  • þekki og geti beitt hugtökunum varmajafnvægi og hreyfifræði gastegunda
  • geti gert grein fyrir/kunni skil á
  • varmaeiginleikum efna en í því felst að geta gert grein fyrir
  • hreyfingu hluta í tveimur víddum og í því sambandi beitt stærðunum hraði, hröðun og þyngdarhröðun og kunni að reikna falltíma geti reiknað dæmi um afstæðan hraða, s.s. fundið stefnu og hraða flugvélar miðað við jörðu ef henni er flogið með ákveðnum hraða miðað við andrúmsloftið í vindi á milli tveggja staða
  • hringhreyfingu
  • þyngdarlögmáli Newtons og sambandi þess við 3. lögmál Keplers
  • sveiflum og bylgjum
  • á samliðun og bognun bylgna
  • á hljóðbylgjum

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er fjallað um gaslögmálið, varmafræði efna, gangfræði í tveimur víddum ásamt hringhreyfingu og sveiflu- og bylgjuhreyfingu. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áfanga er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur við mælingar og úrvinnslu, riti verkbók og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem miðað er við að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.

Námsáætlun