Áfangar og námsáætlanir

EÐL103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
EÐL103 Eðlisfræði

Aflfræði og ljósi

Kennsla

Nemandi

 • Þekki og geti notað lögmál Newtons við að leysa dæmi en í því felst að
 • koma orðum að lögmálum Newtons og gefa dæmi um notkun þeirra
 • teikna og reikna út einfaldar kraftmyndir, sér í lagi fyrir hluti á skáfleti
 • útskýra mismuninn á massa hlutar og þyngd hans
 • gera í grófum dráttum grein fyrir framlagi Newtons til eðlisfræðinnar
 • Þekki helstu orkuform og geti leyst verkefni með lögmálinu um varðveislu orkunnar en í því felst að
 • leysa dæmi sem fjalla um breytingu eins orkuforms í annað s.s. stöðuorku í hreyfiorku og hreyfiorku í varma
 • lýsa hvernig orka “tapast” þegar unnið er á móti núningskrafti
 • nota jöfnuna E=mc2 við að reikna út orku sem losnar úr læðingi við kjarnahvörf
 • Þekki lögmálið um varðveislu skriðþunga og geti notað það til að leysa einföld dæmi um línulega árekstra
 • kunni að setja fram lögmál Newtons á formi skriðþungabreytinga
 • þekki helstu form efna, s.s. vökva, kristallað efni, myndlaust og gas
 • kunni að nota lögmál Hooks við útreikninga á aflögun
 • geti notað reglu Pascals og lögmál um þrýsting í vökva til að útskýra loftvogar og hvernig vökvalyftur vinna
 • geti notað lögmál Arkimedesar til að reikna út uppdrif hluta

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, varðveislu skriðþunga, eðliseiginleikum efnis og ljósfræði. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúla. Auk styttri verkefna er lögð áhersla á að nemendur kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með tilraunum, kynnist nútímatækni við skráningu og úrvinnslu. Til að öðlast próftökurétt þarf nemandi að mæta í alla verklega tíma og skila skýrslum og verkefnum svo viðunandi sé á tilskildum tíma. Nemandi þarf að standast lokapróf til að fá vetrareinkunn metna.

Námsáætlun