Áfangar og námsáætlanir

DAN212

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
DAN212 Danska

Undanfari

DAN202

Markmið

Stefnt skal að því að nemendur
• geti lesið texta almenns eðlis og stutta sérhæfða texta með aðstoð orðabókar.
• geti skilið talað mál og tjáð sig um almenn efni.
• geti skrifað samfelldan texta (mismundi textagerðir).
• geti tekið þátt í óformlegum samræðum og beitt algengum orðum og orðasamböndum sem einkenna óformlegt talmál og geti tjáð sig á eðlilegum hraða og innan eðlilegra tímamarka.
• kunni skil á flestum grundvallaratriðum danskrar málfræði.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geti skilið inntak ritmáls- og talmálstexta sem fjalla um nokkuð sérhæft efni sem þeir þekkja til eða hafa áhuga á. Nemendur eru þjálfaðir í að nota algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Nemendur eru þjálfaðir í að beita mismunandi stílbrögðum við ritun texta. Áfram er lögð rækt við kynnin af danskri menningu. Lesin er ein skáldsaga og þrjár til fimm smásögur auk ymissa rauntexta og hlustunarefnis. Unnið er að minnsta kosti. eitt erkefni á netinu. Áfanginn er eingöngu símatsáfangi og þess vegna skiptir það miklu máli að vinna jafnt og þétt yfir önnina.

Námsáætlun