Áfangar og námsáætlanir

DAN103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
DAN103 Danska

Skilningur, tjáning, menning I

Undanfari nánar

Lágmarkseinkunn 7 á grunnskólaprófi og 6 á samræmdu prófi

Markmið

Stefnt skal að því að nemendur
• geti lesið sér til gagns mismunandi gerðir texta sem tengjast efnisflokkum áfangans.
• geti skilið þegar við þá er talað og náð efnisþræði þegar daglegt mál er talað á hlustunarefni og í kvikmyndum.
• geti skrifað samfelldan texta (mismundi textagerðir)um efni sem búið er að vinna með.
• geti tjáð sig um tilfinningar, þarfir, óskir og athafnir daglegs lífs með viðeigandi orðalagi.
• kunni skil á nokkrum grundvallaratriðum danskrar málfræði.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn, svo og að þeir geta tjáð sig af lipurð munnlega og skriflega. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og réttritun og læra að beita algengustu málfræðireglum um nafnorð, sagnorð og lýsingarorð. Nemendur fá þjálfun í að nota hjápargögn í námi sínu. Lesin er ein skáldsaga og að minnsta kosti. fimm smásögur auk textabókar og annars efnis.
Rík áhersla er lögð á að vekja nemendur til meðvitundar um eigin ábyrgð á námsframvindu og auka skilning þeirra á ýmsum aðferðum til að tileinka sér tungumál. Stefnt er að því að eingöngu sé töluð danska í áfanganum.

Námsáætlun