Áfangar og námsáætlanir

DAN202

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
DAN202 Danska

Undanfari

DAN 102

Markmið

Stefnt skal að því að nemendur
• geti lesið og skilið inntak lengri texta svo sem bókmenntatexta eða annarra texta, sem í löngu máli fjalla um efni almenns eðlis og geti lesið mismunandi gerðir rauntexta.
• geti hlustað eftir tiltektnum upplýsingum í þekktum tegundum texta og geti skilið þegar kennarinn talar og útskýrir fyrir bekknum.
• geti tekið þátt í stuttum samræðum um ákveðin málefni.
• hafi vald á að skrifa nokkrar mismunandi textagerðir, t.d. endursagnir, dagbók og fréttagrein.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geti skilið allt venjulegt talað mál um efni sem er almenns eðlis. Áhersla er lögð á orðaforða og lesskilning svo nemendur geti tjáð sig af lipurð munnlega og skriflega. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og réttritun. Málfræði og málnotkunarreglur eru æfðar eftir því sem tilefni gefst. Ennfremur eru nemendur þjálfaðir í notkun ýmissa rafrænna hjálpargagna og lögð er rækt við að kynna þeim danska menningu. Lesin er ein skáldsaga og þrjár til fjórar smásögur auk fjöldamargra rauntexta almenns efnis. Hlustunaræfingar eru stór hluti námsins og er danska töluð eins og kostur er. Áfanginn er eingöngu símatsáfangi og þess vegna skiptir það miklu máli að vinna jafnt og þétt yfir önnina. Áfangin er kenndur sex tíma í viku.

Námsáætlun