Áfangar og námsáætlanir

VFR223

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
VFR223 Vélfræði fagbókleg

Kennsla

Undanfari nánar

Samhliða áfangi AVV 303

Æskileg námsönn

5.

Markmið

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að þekkja:

• aðferðir til að mæla og reikna út afköst brunavéla
• hlutverk, uppbyggingu og virkni allra hluta eldsneytiskerfis díselvéla
• einkenni fljótandi eldneytis
• hlutverk, uppbyggingu og virkni allra hluta kælikerfa brunavéla
• einkenni og eiginleika kælimiðla
• hlutverk, uppbyggingu og virkni allra hluta smurolíukerfa brunavéla
• einkenni og eiginleika smurolíu
• hlutverk, uppbyggingu og virkni flæðiloftskerfa
• hlutverk, uppbyggingu og virkni pústkerfa
• þá þætti við rekstur aflvéla sem hafa áhrif á umhverfið
• mikilvægi fyrirbyggjandi viðhalds og verkáætlana
• virkni gangráða og aflestur mæla
• ræsibúnað aflvéla

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að geta:
• unnið markvisst og skipulega að söfnum upplýsinga
• metið og gert grein fyrir ástandi vélahluta með tilliti til viðgerðar eða endurnýjunar
• reiknað, metið og gert grein fyrir ástandi aflvéla eftir niðurstöðum mælinga
• útskýrt og gert grein fyrir hvernig standa skuli að uppsetningu og afréttingu á aflvélum og aflrásum
• ­reiknað og valið tengi og annan kraftyfirfærslubúnað aflvéla og vélbúnaðar
• ­valið rétt tæki og verkfæri við uppsetningu, sundurrif, og samsetningu vélahluta með því að fylgja leiðbeiningum framleiðenda um vélar og vélahluta
• gert grein fyrir helstu þáttum kerfisbundins viðhalds
• útskýrt og gert grein fyrir hvernig aflvél skips eða þungavinnutækis er prufukeyrð og hvernig ástand hennar er metið

Námsfyrirkomulag

Nemendur kynnast hlutverki og virkni tækja, búnaðar og íhluta sem notaðir eru í og við aflvélar og öðrum vélbúnaði til kraftyfirfærslu. Þeir verði færir um að útskýra með útreikningum og meta á grunni upplýsinga þá þætti sem hafa áhrif á aflframleiðslu brunavéla.

Námsáætlun