Áfangar og námsáætlanir

REN103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
REN103 Rennismíði

Markmið

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að þekkja:
• mismunandi hluta rennibekkjarins og tilgang þeirra
• stillingarmöguleika rennibekkjarins fyrir mismunandi verk
• tilgang horna skurðarverkfæra
• helstu uppspenniaðferðir í rennibekk
• vinnslu með mismunandi gerðum stáls, t.d. hrað- og harðstál

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að geta:
• valið réttan hjálpar- og uppspennibúnað
• reiknað út snúningshraða/skurðarhraða samkvæmt töflum
• fundið réttan snúningshraða / skurðarhraða fyrir mismunandi verk
• metið og valið rétt verkfæri við lausn verka
• skilgreint heiti horna skurðarverkfæra og stærðir þeirra fyrir mismunandi vinnsluefni
• metið gildi horna skurðarverkfæra
• notað algengan uppspennibúnað
• slípað hnífstál og skrúfuskurðarstál
• fundið út réttan snúningshraða út frá töflu
• skrúfuskorið í rennibekk með tappa og bakka
• skrúfuskorið öxul með skrúfuskurðarstáli

Námsfyrirkomulag

Nemendur kunni skil á vinnsluhætti rennibekkja (bor- og fræsivéla) og hafi fullkomið vald á öryggismálum og umhirðu spóntökuvéla. Nemendur öðlast nægilega færni til að leysa einföld verkefni í rennibekk innan 0,1 mm málvika.

Námsáætlun