Áfangar og námsáætlanir

RSU102

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
RSU102 Rafsuða

Markmið

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að þekkja:
• helstu suðuaðferðir, afköst þeirra, hagkvæmni og takmarkanir við mismunandi efnisþykkt
• eiginleika á mismunandi suðum, s.s. styrk þeirra og hættu á suðugöllum
• hvaða suðuaðferðir henta við mismunandi verk
• rafsuðutækin; mun á afriðlum og snúningsvélum
• mun á suðu með rið- og jafnstraum
• mun á suðu með plús- og mínuspól
• gildi ljósbogaspennu og tómgangsspennu
• staðal um mat á suðum og suðugalla
• staðal um suðustöður og um hæfnisvottun suðumanna
• staðal um merkingu rafsuðuvíra
• staðal um merkingu stáls, t.d. ÍST EN 22 553
• öryggismál:
• brunahættu vegna neistaflugs
• flökkustrauma
• sprengihættu vegna íláta sem innihalda eða hafa innihaldið eldfim efni
• reykflokkun rafsuðuvíra
• mikilvægi góðrar loftræstingar og þrifnaðar
• undirstöðuatriði heilsuverndar
• hlífðarfatnað og hlífar

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að geta:
• valið hagkvæmar og öruggar suðuaðferðir við mismunandi verk
• útskýrt staðlaðar merkingar pinnasuðuvíra
• teiknað upp rafsuðutækið og merkt inn stillingar og leiðara
• metið algengustu suðugalla og ástæður þess að þeir myndast
• rafsoðið lárétt á plötu beina strengi og með hliðarhreyfingum
• rafsoðið kverksuður í PB- og PF- suðustöðum
• soðið mismunandi legglengd og a-mál með einum eða fleiri strengjum
• stillt suðuvél, valið suðuvíra og soðið samkvæmt suðuferli
• metið suðugæði samkvæmt stöðluðum kröfum um útlit og flokkað suðu í gæðaflokka

Námsfyrirkomulag

Nemendur kunna skil á helstu suðuaðferðum, efni og suðuvírum. Þeir geta metið aðstæður til rafsuðu og er ljóst hvernig gæta ber fyllsta öryggis við rafsuðu. Nemendur eru færir um að sjóða plötur í öllum suðustöðum með pinnasuðu, samkvæmt staðlinum ÍST EN 287-1. Færni miðast við kverksuðu og grunnatriði suðuferlis. Nemendur geta skráð grunnatriði suðuferlislýsingar. Þeir skulu ná suðugæðum í flokki C samkvæmt ÍST EN 25 817.

Námsmat

Námsáætlun