Áfangar og námsáætlanir

RAT102

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
RAT102 Rafeindatækni

Markmið

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að þekkja:
• eiginleika, hegðun og kennilínur rafeindaíhluta, s.s. umhverfisháðra viðnáma, tvista (díóða), zenertvista, smára (transistora), þýristora, díakka og tríakka
• eiginleika og hegðun afriðla
• undirstöðuatriði í spennustillingum og magnararásum
• fasastýringu með aðstoð þýristora

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að geta:
• gert mælingar á tvistum, smárum, þýristorum, díökkum og tríökkum
• byggt upp einfaldar rafeindarásir
• kannað virkni þeirra rafeindarása sem þeir byggja

Námsfyrirkomulag

Nemendur læra að þekkja grunnatriði rafeindatækninnar og undirstöðuatriði hálfleiðaratækninnar. Þeir læra að skilja og verða færir um að reikna einfaldar rafeindarásir.

 

Námsáætlun